Kynna Vinavikuna fyrir biskup og Alþingi

vinavikuferd kyrosKrakkar úr æskulýðsfélaginu Kýros á Vopnafirði leggja land undir fót um helgina og halda á suðvesturhornið til að kynna Vinavikuna sem þeir halda í októbermánuði ár hvert í heimabæ sínum. Þau heimsækja meðal annars biskup Íslands og Alþingi.

„Tilgangur vinavikunnar er að minna á mikilvægi kærleika og vináttu. Þetta er því kynningarferð hjá okkur og við vonum að Vinavikan haldi áfram að stækka og breiða úr sér og á endanum verði hún haldin um allt land," segir Stefán Már Gunnlaugsson, sóknarprestur á Hofi.

Á morgun verður farið í heimsókn til biskups Íslands sr. Agnesar M. Sigurðardóttur og á Alþingi. Krakkarnir ætla að syngja lagið „Traustur vinur" og tala um vináttuna.

Svo verða þau með kynningarbása í Smáralind frá kl. 13:30-17:30, dreifa bæklingi, gefa knús, blöðrur og fleira og ræða við gesti og gangandi.

Á laugardaginn segja krakkarnir frá Vinavikunni á námskeiði í Lindakirkju og á sunnudaginn tökum þau þátt í Vinamessu sem verður útvarpað á Rás 1.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar