Lokasýning á Villu og sjóræningjunum – Myndir

Villaogsjóræningjarnir01Leikfélag Seyðisfjarðar sýnir um helgina síðustu sýningu leikverksins Villa og sjóræningjarnir. Aðalleikkonan aðeins ellefu ára gömul og margir leikaranna eru að stíga sín fyrstu skref á leiksviði.

Verkið er eftir Seyðfirðinginn Ágúst Torfa Magnúsdóttir sem einnig semur tónlist og texta og leikstýrir því. Sýndar hafa verið þrjár sýningar og hafa á fjórða hundrað miða selst á þær.

Leikar í sýningunni eru átta talsins og eru magrir þeirra að stíga sín fyrstu skref hjá leikfélaginu. Aðalleikkonan, Helena Lind Ólafsdóttir er aðeins ellefu ára gömul.

Alls koma um 30 manns að sýningunni í ýmsum hlutverkum. Lokasýningin verður í Herðubreið á sunnudaginn klukkan 15:00.

Myndir: Einar Bragi Bragason

Villaogsjóræningjarnir02Villaogsjóræningjarnir03Villaogsjóræningjarnir05Villaogsjóræningjarnir06Villaogsjóræningjarnir07

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar