Frábær stemming á níundu Hammond-hátíðinni: Myndir
Frábær stemming ríkti á Djúpavogi þegar níunda Hammond-hátíðin var haldin þar fyrir skemmstu. Þétt skipuð tónleikadagskrá var yfir fjóra daga.Ólafur Björnsson, Hamond-stjóri, segir að um 750 gestir hafi sótt hátíðina. „Það var dásamlegt veður og frábær stemming um helgina."
RockStone úr Tónskóla Djúpavogs, Vax frá Egilsstöðum og Mono Town hófu leik á fimmudegi. Á föstudegi spilaði Skonrokk á Hótel Framtíð og Todmobile á laugardegi.
Lokatónleikarnir voru með Ragga Bjarna, í fylgd Jóns Ólafssonar og Róbert Þórhallssonar, fyrir fullri Djúpavogskirkju á sunnudegi.
Myndir: Birgir Th. Ágústsson. Fleiri myndir má sjá hér.