Seyðfirðingar hlutu Foreldraverðlaun Heimilis og skóla: Hrifumst af samtakamættinum

sfk foreldraverdlaun heimiliogskoliSpurningakeppnin Viskubrunnur á Seyðisfirði hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, sem afhent voru í dag. Verkefnið þykir gott dæmi um samvinnu nemenda, starfsfólks og foreldra.

„Dómnefndin var sammála um að þetta verkefni væri merkilegt að því leyti að krafist er samvinnu allra bæjarbúa til að verkefnið heppnist vel. Óhætt er að segja að vel hafi til tekist því verkefnið hefur staðið yfir í 14 ár og er einn af þessum föstu punktum í tilveru íbúa," segir í umsögn nefndarinnar.

Spurningakeppnin er haldin árlega þar sem fyrirtæki bæjarins senda lið til keppni. Keppnin nýtist sem fjáröflun fyrir skólaferðalag 9. og 10. bekkjar til Danmerkur.

„Verkefnið eflir tengsl skólastarfsins við nærsamfélagið og er leið til þess að gera nemendur virkari þátttakendur í samfélaginu og almennu félagsstarfi. Tengsl heimilis og skóla og nærsamfélags eru sterk í þessu verkefni og frábær upplyfting í svartasta skammdeginu. Við hrifumst af þessum mikla samtakamætti og allt er þetta gert fyrir börnin," segir Gísli H. Guðlaugsson, formaður dómnefndar.

Verðlaunin voru afhent í nítjánda sinn í dag við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, ávarpaði samkomuna og afhenti verðlaunin ásamt formanni dómnefndar, Gísla Hildibrandi Guðlaugssyni og formanni Heimilis og skóla, Önnu Margréti Sigurðardóttur úr Neskaupstað.

Einnig voru veitt Hvatningarverðlaun og Dugnaðarforkaverðlaun:

Handhafar Foreldraverðlaunanna 2014 ásamt mennta- og menningarmálaráðherra, formanni dómnefndar, formanni Heimilis og skóla og framkvæmdastjóra. Mynd: MOTIV/Jón Svavarsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar