Fuglaáhugamenn hittast á Djúpavogi

djupivogur 280113 0018 webLandsmót fuglaáhugamanna verður sett á Djúpavogi í kvöld og stendur til sunnudags. Boðið verður upp á fyrirlestra og skoðunarferðir yfir helgina.

Dagskráin hefst klukkan 20:00 í kvöld með erindi Hornfirðinganna Bjarna G. Arnarssonar og Brynjólfs Brynjúlfssonar um greiningu á máfum.

Á morgun verður skoðunarferð en um kvöldið heldur Jóhann Óli Hilmarsson, ljósmyndari og fuglafræðingur, erindi um náttúru og dýralíf á Svalbarða auk þess að vera með myndasýningu um fuglalíf í Djúpavogshreppi. Erindi hans verður klukkan 21:00 á Hótel Framtíð.

Á sunnudag er stefnt að skoðunarferð um Teigarhorn, Hálsaskóg og fleiri staði áður en gestir halda heim á leið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar