Stefnumót um austfirska matarmenningu

kristjana sigurdardottir hus handanna matarkarfaAustfirskar Krásir – klasasamstarf matvælaframleiðenda, veitingastaða og áhugafólks um staðbundna matarmenningu blása til viðburðar á Icelandair Hótel Héraði á Egilsstöðum í dag.

Matvælaframleiðendur og veitingahús sem aðild eiga að Austfirskum Krásum munu kynna afrakstur samstarfsverkefnis um vörunýjungar og matseld þar sem staðbundið hráefni er viðfangsefnið.

Húsið opnar kl 16.00 en formleg dagskrá hefst kl 17.00. Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri hjá Matís mun halda erindi um nýsköpun í lífhagkerfinu og Bjarki Þór Sólmundsson frá Góðgresi á Stöðvarfirði mun tala um „Að éta það sem úti frýs og lepja dauðann úr skelinni".

Að loknum erindum munu framleiðendur og veitingahús kynna sig og gefa að smakka á kræsingum úr héraði. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar