Þrír viðburðir á List án landamæra í Skaftfelli
Þrír listviðburðir sem tengjast hátíðinni List án landamæra verða í menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði í dag. Þátttakendur koma aðallega úr skólum.Fyrsta verður skuggaleikhús í Bistróinu klukkan 14:00 sem ber yfirskriftina „Gleymdar þjóðsögur"
„Landamærin sem voru könnuð vísa í máltakið hvað ungur nemur gamall temur. Þjóðsagan var leituð uppi í huga einstakinga sem eru að týna heimi sínum og minningum í Alzheimer-sjúkdómnum.
Viðtöl voru tekin við vistmenn Norðurhlíðar á sjúkrahúsi Seyðisfjarðar um heiminn sem þau upplifðu sex ára að aldri. Elstu nemendur úr leiksskólanum Sólvöllum, Seyðisfirði, hlustuðu á minningarnar, túlkuðu og sköpuðu þennan skuggaleik," segir í tilkynningu.
Á Vesturveggnum verður sýningin „Úr rótum fortíðar." Um er að ræða sýningu á myndskreytingum við þjóðlega sagnahefð eftir nemendur úr 3. – 6. bekk í Seyðisfjarðarskóla undir leiðsögn Þorkels Helgasonar teiknikennara.
Þaðan verður farið yfir í Bókabúðina – verkefnarými þar sem myndlistarsýningin Disney, Latibær og Leikfangasaga. Daníel Björnsson, undir handleiðslu Elvars Más Kjartanssonar hljóðlistamanns, sýnir fjölbreyttar teikningar sem hann vann veturinn 2013-2014. Ef veður leyfir verða flugdrekar til afnota fyrir þá sem vilja leika sér.