Halda tónleika sem eru ekki bara fyrir börn
Hljómsveitin að baki plötunni „Ekki bara fyrir börn" heldur þrenna tónleika á Austfjörðum um helgina. „Áherslan verður lögð á góða fjölskyldutónleika þar sem næstum allt er leyfilegt" er yfirskrift tónleikanna.Platan, sem út fyrir jól inniheldur amerísk þjóðlög með íslenskum textum. Hún er gefin út undir merkjum Waren Music en bandið skipa þau Esther Jökulsdóttir, Charles Ross, Magni Ásgeirsson, Halldór Waren, Björn Hallgrímsson og Hafþór Snjólfur Helgason.
Fyrstu tónleikarnir verða í Sláturhúsinu á morgun klukkan 17:00 en um kvöldið klukkan níu verða aukatónleikar sem eru „ekkert sérstaklega fyrir börn."
Á sunnudag verður spilað í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði klukkan 17:00.