Vinnusmiðja með SHÄR hópnum í dag
Danshópurinn SHÄR stendur fyrir opinni vinnustofu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld. Markmið hópsins er að dreifa og miðla dansi til allra, alls staðar.Hópurinn hefur síðustu ár haldið vinnusmiðjur í Svíþjóð, Noregi og Ítalíu. Nú mun hópurinn heimsækja Egilsstaði ásamt fleiri bæjum í kringum landið.
Í vinnusmiðjunum er kenndur einfaldur dans sem allir geta lært ásamt því að kanna hreyfingar og finna sinn eigin stíl í dansinum.Unnið er með ólíka tónlist og skoða hvernig hægt sé að nota hana á mismunandi hátt í dansinum.
Í vinnusmiðjunum er einnig skoðað hvernig hægt er að nota dans og video saman og búa til myndbrot í samvinnu við kvikmyndagerðarmenn. Vinnusmiðja er opin öllum og fyrri reynsla af dansi er alls ekki nauðsynleg, aðalatriðið er að hafa gaman af og skoða hvað dans hefur upp á að bjóða.
Þátttaka í smiðjunni er ókeypis en skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þátttakendur eru minntir á að mæta í strigaskóm.