Íbúar lögðu hönd á plóg við að fegra bæinn

samfelagsdagur egs mai14Á þriðja tug Héraðsbúa lögðu hönd á plóg við fegrun umhverfis í Fellabæ og á Egilsstöðum á samfélagsdegi á laugardag. Verkefnisstjóri segir daginn nýtast í verkefni sem annars kæmust ekki í verk.

Dagurinn var nú haldinn í þriðja sinn en markmið hans er að fá íbúa til að leggja sitt af mörkum við fegrun bæjarins.

Meðal verkefna var tiltekt við Sláturhúsið og í Selskógi, stígagerð í Fellabæ og snyrting við kirkjuna þar sem kvenfélagskonur úr Bláklukku lögðu sitt af mörkum.

„Dagurinn skiptir töluverður máli fyrir þessi svæði. Þarna er ráðist í verkefni sem ekki væri hægt að vinna annars. Þetta er þannig viðbót við það sem menn komast yfir í vinnuskólanum," segir Freyr Ævarsson, verkefnisstjóri umhverfismála hjá sveitarfélaginu.

Unnið að tiltekt við Sláturhúsið. Mynd: Sigrún Hólm Þorleifsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar