Myndra í Vallaneskirkju

MyndraHljómsveitin Myndra heldur tónleika í Vallaneskirkju á morgun. Sveitin er á ferð um landið að kynna nýútkomna plötu sína „Songs From Your Collarbone."

Um er að ræða kanadísk/íslenska þjóðlagasveit. Hana skipar Linus Lárpera, sem syngur og spilar á gítara, Raziel C, sem spilar á fiðlur og píanó og Antoinie Letberg sem leikur á ásláttarhljóðfæri, hljómborð og syngur.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 annað kvöld. Aðgangseyrir er 2000 krónur og er diskurinn innifalinn í miðaverðinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar