Afmæli Dalborgar fagnað í blíðskaparveðri – Myndir

dalborg1Nemendur leikskólans Dalborgar, starfsmenn og gestir fögnuðu í dag fimmtán ára afmæli leikskólans í blíðskapar veðri.

Nemendur leikskólans buðu til veislu og sýndu í leiðinni afrakstur vinnu sinnar í vetur. Í hádeginu voru svo grillaðar pylsur og ávaxtasafi með.

„Það var ánægjulegt að sjá hvað margir komu og fögnuðu með okkur þessum fallega degi. Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna," segir Sóley Valdimarsdóttir, leikskólastjóri.

Myndir: Sóley Valdimarsdóttir

dalborg2dalborg3dalborg4dalborg5dalborg6

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar