Barði NK á frímerki
![bardiNK](/images/stories/news/2014/bardiNK.jpg)
Barði NK 120 var smíðaður í Frakklandi árið 1967 og mældist 328 tonn. Hann kom til lands í janúar árið 1971 og er fyrsti skuttogari Íslendinga. Hann var síðar seldur til Frakklands árið 1979.
Frímerkið er hannað af Elsu Nielsen en hönnunin byggir á ljósmynd sem Anna K. Kristjánsdóttir vélstjóri tók. Fjögur skip eru í útgáfunni en auk Barða eru í henni Stálvík SI 1, Breki VE 61 og Örvar HU 21.