Dúkkulísurnar héldu tónleika til styrktar Tónlistarskóla Seyðisfjarðar
Hljómsveitin Dúkkulísurnar héldu í gær tónleika á Hótel Öldunni á Seyðisfirði til styrktar tónlistarskóla staðarins. Hljómsveitin er nýkomin frá Færeyjum þar sem hún var meðal annars í hljóðveri.Gréta Sigurjónsdóttir, gítarleikari sveitarinnar, segir sveitina viljað „prófa eitthvað nýtt og fara til útlanda" með Færeyjaferðina. Sveitin fór þar í hljóðver og tók upp nýtt lag auk þess sem þær spiluðu á 17. júní í Þórshöfn.
Hljómsveitarmeðlimir komu svo heim í gær með Norrænu og spiluðu á Seyðisfirði í gær. Þar söfnuðust 45.000 krónur til styrktar tónlistarskólanum.
Í gerð er heimildamynd um sveitina og hefur tökulið fylgt henni eftir. Meðal annars var tekið upp á Bókakaffi, sem Gréta rekur, í dag. Þá spilar sveitin á Skógardeginum mikla á morgun.
Einar Bragi Bragason, tónlistarskólastjóri, ásamt Dúkkulísunum. Mynd: Úr einkasafni