Gönguvika: Vika sem gengur að öllu leyti upp

gonguvika fbyggd webÁ Fætur í Fjarðabyggð er nú í fullum gangi, en þessi átta daga göngu- og gleðivika er áviss viðburður síðustu heilu vikuna í júní ár hvert.

Að jafnaði er um hálft hundrað viðburða í boði, þar á meðal 16 skipulagðar gönguferðir ásamt tónleikum, sjóhúsapartíum, sjóræningjagleði og kvöldvökum, svo að fátt eitt sé nefnt. Þá er Náttúru- og leikjaskóli í boði fyrir yngstu göngugarpana í samstarfi við Náttúrustofu Austurlands.

Gönguferðir gönguvikunnar eru af fjölbreyttum toga og má þar nefna sögugöngur, fjölskyldugöngur og alvöru fjallgöngur.

Í ár kynnir gönguvikan jafnframt ný fimm fjöll til sögunnar, en þeir sem ná að klífa þau öll ávinna sér titilinn Fjallagarpur Fjarðabyggðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar