Djöglmeistarar sýna í Sláturhúsinu
![juggle jay kyle 0001 web](/images/stories/news/2014/juggle_jay_kyle_0001_web.jpg)
Jay og Kyle koma frá Bandaríkjunum en eru búsettir í Svíþjóð og ferðast víða um Evrópu og sýna. Þeir kasta hringjum og öðru lauslegu á loft og grípast með ýmsum útfærslum.
Þeir eru einnig tónlistarmenn og gera alla tónlist fyrir sýningar sínar og spila undir hjá hver öðrum ásamt því að djögla saman.
Þeir hafa verið á ferð um Ísland undanfarinn mánuð og sýnt. Þeir hafa áður komið til Íslands og þetta er í annað skiptið sem þeir sýna á Egilsstöðum.
Þeir æfðu í Sláturhúsinu í dag og sögðust í samtali við Austurfrétt hlakka til sýningarinnar í kvöld. Þeir hefðu notið ferðarinnar með vinum sínum og ætluðu að nota dagana eftir ferðina til að ferðast um hálendið.
Í tilkynningu segir að sýningin sé algert augnayndi, saman stendur af ótrúlegri færni, leik, fyndni, tónlist, takti og undursamlegum tólum og tækjum. Aðgangseyrir er kr. 1.500 en frítt fyrir 17 ára og yngri.