Hreindýr prýða flugstöðina á Egilsstöðum

flugstod hreindyr webStórri mynd af hreindýrahjörð við Snæfell hefur verið komið upp í glugga í biðsal flugstöðvarinnar á Egilsstöðum.

Hjá Isavia fengust þær upplýsingar að menn hefðu viljað gefa farþegum tilfinningu fyrir dýra- og náttúru´lífi Austurlands.

Villi Warén, grafískur hönnuður, vann myndina upp úr myndum frá Skarphéðni Þórissyni en Björgvin Elísson prentaði og kom filmunni fyrir í glugganum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar