Gestir blindaðir á öðruvísi tónleikum
![jon hilmar karason 0006 juni14](/images/stories/news/2014/jon_hilmar_karason_0006_juni14.jpg)
Í tilkynningu frá aðstandendum kemur fram að bundið verði fyrir augun á tónleikagestum og það muni tónlistarmennirnir nýta sér í gjörningnum til að spila á önnur skilningarvit.
Austfirskir tónlistarmenn flytja í tónleikaröðinni verk eftir sig og aðra og koma gestum á óvart.
Tónleikarnir verða í hádeginu á miðvikudögum í júlí og ágúst. Fyrstur verður saxófónleikarinn Garðar Eðvaldsson en síðan fylgja gítarleikararnir Jón Hilmar Kárason og Svanur Vilbergsson og raftónlistamaðurinn Bjarni Rafn Kjartansson.
Að tónleikunum loknum verður hægt að kaupa upptöku með hljóð og mynd og sjá hvað fram fór á tónleikunum.