Leita að brottfluttum Austfirðingum

braedslan 2103 0112 webAusturbrú leitar nú að ungum, brottfluttum Austfirðingum til að taka þátt í rannsóknarverkefninu „Heima er þar sem eyjahjartað slær."

Verkefnið miðar að því að kanna hvernig ungt fólk sem flutt hefur frá æskustöðvunum nýtist sem auðlind fyrir heimabyggðina. Sambærileg rannsókn er einnig í gangi í Borgundarhólmi í Danmörku, Vág í Færeyjum og Vesterålen í Noregi.

Leitað er að svarendum á aldrinum 15-40 með tengsl við Austurland til að taka þátt í netkönnun. Tilgangur hennar er að rannsaka hvaða tengsl brottfluttir ungur Austfirðingar hafi verið Austurland.

Könnunina má nálgast með að smella hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar