Jóhanna Malen sigraði söngvarakeppni Austurlands – Myndband
Jóhanna Malen Skúladóttir, fimmtán ára stúlka frá Hallormsstað fór með sigur af hólmi í Söngvarakeppni Austurlands sem haldin var á Reyðarfirði á laugardag í tengslum við Hernámsdaginn.Átta efnilegir söngvarar tóku þátt í keppninni. Vigdís Diljá Óskarsdóttir úr Fellabæ varð önnur og Eva Dröfn Jónsdóttir frá Fáskrúðsfirði þriðja.
Hljómsveitin Kraðak spilaði undir en Tónleikafélag Reyðarfjarðar stóð að keppninni. Markmið hennar er að hvetja ungt tónlistarfólk til frekari dáða. Allur ágóði af keppninni rennur til Krabbameinsfélags Austurlands.
Jóhanna Malen söng lagið Spectrum frá bresku söngkonunni Florence og hljómsveit hennar The Machine.