Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar byrjar í kvöld

blaa kirkjan web crapSautjánda tónleikasumarið í Bláu kirkjunni er nú að hefja göngu sína og að vanda verður boðið upp á vikulega tónleika með fjölbreyttri tónlist. Olga Vocal Ensemble ríður á vaðið í kvöld.

Tónleikaröðin hóf göngu sína árið 1998 að frumkvæði Muff Worden heitinnar og Sigurðar Jónssonar og hefur starfað sleitulaust síðan og er mikilvægur hluti af hinu blómlega menningarlífi sem einkennir Seyðisfjörð.

Í gegnum tíðina hafa margir af helstu tónlistarmönnum landsins komið þar fram auk erlendra gesta.

Tónleikarnir fara fram í Seyðisfjarðarkirkju á miðvikudagskvöldum kl. 20:30. Lögð hefur verið áhersla á að bjóða upp á fjölbreytta tónleika þar sem klassísk tónlist, djass og blús, þjóðlagatónlist og léttari músík fá að njóta sín og endurspeglast fjölbreytnin í dagskrá sumarsins:

2. júlí : „Olga sækir Ísland heim" - Olga Vocal Ensemble.
9. júlí: „Ef engill ég væri með vængi" – Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage harpa og Hilmar Örn Agnarsson orgel/harmóníum.
16. júlí: Klassík fyrir fiðlu og píanó - Rut Ingólfsdóttir fiðla og Richard Simms píanó.
23. júlí: „Eldheitar ástríður" – Hlín Pétursdóttir Behren sópran, Pamela De Sensi þverflauta og Páll Eyjólfsson gítar.
30. júlí: „We Ride Polar Bears" – Hot Eskimos.
6. ágúst: „Á blúsandi siglingu" – Blúshljómsveit Björgvins Gíslasonar.

Allar nánari upplýsingar: www.blaakirkjan.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar