Nýtt Hoffell til sýnis á morgun
Nýtt Hoffell kemur til heimahafnar á Fáskrúðsfirði á morgun. Gestum er boðið að skoða skipið á milli klukkan 14:00-17:00.Skipið hét áður Smaragd og er keypt af samnefndri útgerð í Álasundi í Noregi. Skipið hefur síðustu daga verið undirbúið fyrir Íslandsferðina og nýtt nafn var málað á það í vikunni.
Það leysir af hólmi eldra Hoffell sem hefur verið sett á sölu. Nýja skipið er smíðað árið 1999 og því 18 árum yngra en forverinn.