Nýtt Hoffell til sýnis á morgun

smaragd nytt hoffellNýtt Hoffell kemur til heimahafnar á Fáskrúðsfirði á morgun. Gestum er boðið að skoða skipið á milli klukkan 14:00-17:00.

Skipið hét áður Smaragd og er keypt af samnefndri útgerð í Álasundi í Noregi. Skipið hefur síðustu daga verið undirbúið fyrir Íslandsferðina og nýtt nafn var málað á það í vikunni.

Það leysir af hólmi eldra Hoffell sem hefur verið sett á sölu. Nýja skipið er smíðað árið 1999 og því 18 árum yngra en forverinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar