Vilhjálmur á Brekku 100 ára í haust: Síðasta bókin í smíðum

vilhjlamur hjalmarsson holarÞann 20. september næstkomandi verður Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði 100 ára. Af því tilefni kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum afmælisrit eftir afmælisbarnið sjálft, Örnefni í Mjóafirði.

Þar verður að finna á 320 blaðsíðum örnefnaskrá allra jarða við Mjóafjörð, ásamt frásögnum tengdum örnefnunum og öðrum fróðleik. Í bókinni verða einnig kort, litmyndir sem örnefni hafa verið merkt inn á og fjöldi annarra mynda.

Vilhjálmur stundaði lengi kennslu og búskap í sinni heimabyggð, en þekktastur er hann þó fyrir hin pólitísku störf sín, en hann var lengi þingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Austurlandskjördæmi og menntamálaráðherra 1974-1978.

Þá hefur hann skrifað fjölda bóka um menn, málefni og heimabyggð sína. Sú bók sem nefnd er hér að ofan verður síðasta ritverk hans og hefur enginn á Íslandi staðið fyrir bókaútgáfu svo gamall og raunar hefur hann á undanförnum árum sífellt bætt eigið Íslandsmet hvað þetta varðar.

Aftast í bókinni verður Tabula gratulatoria (heillaóskaskrá) og þar geta þeir sem vilja sýna Vilhjálmi heiður á þessum tímamótum og óska honum til hamingju með áfangann skráð nafn sitt og um leið gerst áskrifendur að bókinni sem kostar kr. 6.480- m/vsk og sendingargjaldi.

Hægt er að panta bókina í netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma. 587-2619.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar