Litbrigði Lagarfljóts í gallerí Klaustri
![arniharalds](/images/stories/news/folk/arniharalds.jpeg)
Myndirnar eru teknar á stóra blaðfilmu við ýmis birtuskilyrði, ekki síst á björtum sumarnóttum og veita gestum sýningarinnar nýja sýn á Fljótið.
Í tilkynningu er haft eftir Árna að hann hafi heillast af áhrifum mismunandi birtu á Fljótið, einkum miðnætursólarinnar.
Arni Haraldsson kennir ljósmyndun við Emily Carr listaháskólann í Vancouver og hefur sýnt verk sín víða um heim og skrifað mikið um listir. Hann dvelur um þessar mundir aftur í Klaustrinu til að taka nýjar myndir inn í myndröð sína af Lagarfljótinu.
„Þrettán ár eru ekki langur tími og þótt stærstur hluti svæðisins sé óbreyttur þá hafa nokkrar afdrifaríkar breytingar átt sér stað."
Sýningin Litbrigði Fljótsins stendur til 19. júlí og er opin alla daga kl. 10-18 í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri.