Funheitt í frystiklefanum á Jazzhátíð – Myndir

jea 2014 0009 webFrystiklefinn í Sláturhúsinu á Egilsstöðum stóð ekki undir nafni á Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi sem haldin var þar nýverið. Þétt var setið í salnum og inni í honum var funheitt.

„Ég get samsvarað mig húsinu. Það er gamalt og lúið en samt flott," sagði KK sem spilaði þar með bandi sínu. Hann hrósaði salnum oftar en einu sinni og sagði hann einn besta tónleikasal sem hann hefði spilað í.

KK Bandið spilaði fyrst og fremst blús enda hlógu gestir þegar KK sagði „Við erum búnir að spila jazz í allt kvöld."

Nordic Quartett var eina hreinræktaða jazzbandið á hátíðinni. Að auki komu fram austfirsku sveitirnar Georgy&Co og Dútl. Árni Ísleifsson, guðfaðir hátíðarinnar, setti hana og spilaði með fyrstu sveitunum.

„Það hafa margir komið að hátíðinni í ár og ég vona að hún haldi áfram að blómstra," sagði Jón Hilmar Kárason, stjórnandi hátíðarinnar, áður en síðasta band kvöldsins, Kaleo úr Mosfellsbæ, steig á svið.

Myndir: Ásbjörn Eðvaldsson

IMG 7307e webIMG 7311e webIMG 7343e webIMG 7347e webIMG 7350e webIMG 7354e webIMG 7366e webIMG 7380e webIMG 7393e webIMG 7396e webIMG 7403e webIMG 7413e webIMG 7430e webIMG 7442e webIMG 7444e weIMG 7453e webIMG 7474e webIMG 7519e webIMG 7559e webIMG 7563e webIMG 7599e webIMG 7609e webIMG 7632e webIMG 7700e webjea 2014 0028 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar