Bazinga frumsýnir í kvöld

bazinga webBazinga, listahópur vinnuskólans á Fljótsdalshéraði, frumsýnir glænýtt sviðsverk í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld.

Verkið er frumsamið af meðlimum hópsins undir leikstjórn Emelíu Antonsdóttur Crivello og tónlistarstjórn Ingibjargar Ýrar Skarphéðinsdóttur.

Sýningin er í senn tónlistar-, dans, myndlistar- og leikverk og er hún unnin með óhefðbundnu sniði út frá þemanu ,,samfélagið".

Í ferlinu skoðuðu meðlimir hópsins, sem eru á aldrinum 13-16 ára, ýmsa kima samfélagsins, gerðu félagslegar tilraunir í búðum bæjarins, skoðuðu fréttamiðla, skoðuðu ýmist óréttlæti í samfélaginu, boð og bönn, fordóma og sitthvað fleira. Í verkinu munu þau einnig miðla eigin reynslu og upplifun af samfélaginu.

Hópurinn, sem samanstendur af tólf nemendum, hóf störf 16. júní sl. og hefur síðan unnið hörðum höndum alla virka daga. Í listahópnum fá nemendur kennslu í listdansi, leiklist, tónlist og kvikmyndagerð.

Einnig er unnið markvisst með sjálfsmynd nemenda og hópefli. Nemendur hópsins öðlast dýrmæta starfsreynslu yfir sumarið og kynnast þar faglegu starfi atvinnulistamanna.

Frumsýningin verður klukkan 20:00 í kvöld en sýningarnar eru annars sem hér segir:
2. sýning 12.júlí kl.17.
3. sýning 12.júlí kl.20.
4.sýning 14.júlí kl.20
5.sýning 15.júlí kl.20

Miðaverð: Fullorðnir 1000kr, 13-17 ára 500. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri.

Miðapantanir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 856-2546.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar