LungA-skólinn: Frétti af skólanum í gegnum Facebook
Hin þýska Jean-Marie Varain frétti af LungA-lýðháskólanum í gegnum Facebook. Hún var ekki svikin af því að hafa stokkið á tækifærið og tekið þátt í prufumánuði skólans í vor.„Ég var að ljúka listnámi og langaði í nýja reynslu og að stíga út úr þægindarammanum," segjr Jean-Marie.
Námsskrá lýðsháskólans, sem tekur til starfa í haust, var keyrð á tuttugu manna hópi í fjórar vikur í vor til prufu. Jean-Marie frétti það í gegnum Facebook að auglýst væri eftir þátttakendum. Hún segist ekki hafa verið svikin af því að koma.
„Það var frábært að komast og kynna Íslandi og fá nýtt, frábært fólk inn í líf mitt."
Hún var ánægð með kennarana. „Þau voru ekki bara að kenna okkur heldur að hjálpa okkur. Mér gafst líka tækifæri til að vinna í eigin verkum sem var mjög gott"
Hún er bjartsýn fyrir hönd skólans. „Það er erfitt að meta námið út fá einum mánuði en mér fannst þetta virkilega gott. Ég hef trú á að skólinn vaxi og þróist með hverjum nemandahóp."
Listahátíðin LungA er nú haldin í fimmtánda sinn á Seyðisfirði en skólinn byggir á hugmyndafræði hátíðarinnar. Henni lýkur á laugardag með uppskeruhátíð og stórtónleikum.