Uppskeruhátíð og stórtónleikar LungA á morgun
Uppskeruhátíð og lokatónleikar listahátíðarinnar LungA fara fram á morgun. Í vikunni hefur verið unnið að því að smíða svið fyrir tónleikana sem innblásið er af Seyðisfirði.Um 100 þátttakendur hafa í vikunni tekið þátt í listasmiðjum hátíðarinnar. Afrakstur vinnunnar verður sýndur á morgun og hefst sýningin við Herðubreið klukkan 15:00 á morgun.
Lokatónleikarnir hefjast klukkan 21:00 en þar koma fram Cell 7, Prins Póló, Moses Hightower, Sin Fang, Hermigervill og Retro Stefsson.
Í vikunni hafa listamenn, smiðir og arkitektar að því að smíða svið sem innblásið er af umhverfinu, höfninni og náttúru Seyðisfjarðar.
Listafólk sér svo um að skreyta umhverfið, til að mynda gamalt skipshús sem hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og verður umbreytt í bar fyrir kvöldið.