Finnbogi Pétursson sýnir á Eskifirði

IMG 7990Á morgun verður opnuð sýningin „Sjólag" með verkum Finnboga Péturssonar í Dahlshúsi á Eskifirði. Sýningin stendur til 3. ágúst nk.

Finnbogi Pétursson er Íslendingum að góðu kunnur. Hann er hljóðlistamaður sem skapar hugmyndalist, tónlist, vídeólist, flúxuslist, innsetningar- og umhverfislist.

Finnbogi býr til listaverk úr hljóði og myndar skúlptúra út frá því. Hann notar tækni í verkum sínum sem hafa áhrif á skynjun.

Finnbogi lærði fyrst við Myndlista- og handíðaskólann og síðan við Jan Van Eyck Akademíuna í Hollandi. Hann hefur sýnt víða um heim og var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2001.

Sýning Finnboga, „Sjólag" er önnur sýningin í Dahlshúsi sem er norskt sjóhús sem stendur við Strandgötu á Eskifirði.

Það var byggt árið 1880 og endurbyggt árið 2013. Í Dahlshúsi verða sýningar á samtímalist á sumrin fram til ársins 2018. Árni Páll Jóhannesson og Kristján Guðmundsson voru fyrstir til að sýna í húsinu sumarið 2013.

Sýningin í Dahlshúsi er opin frá kl. 14.00-17.00 alla virka daga og frá kl. 14.00-16.00 um helgar. Menningarráð Austurlands styrkir sýninguna.

Dahlshús. Mynd: SBS

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar