Yfir hrundi askan dimm
Á morgun verður sýningin „Yfir hrundi askan dimm..." opnuð í vélasafninu við Ásbryggju á Vopnafirði. Sýningin er mastersverkefni Elsu Guðnýjar Björgvinsdóttur í þjóðfræði við Háskóla Íslands og fjallar um öskufallið sem kom í kjölfar eldgossins í Öskju 1875.Öskufallið 1875 er með mestu náttúruhamförum sem orðið hafa á Íslandi og áhrifa þess gætti um allt Austurland.
Bændur sem urðu fyrir öskufallinu urðu að reka búpening í aðrar sveitir og fjöldi fólks neyddist til að flýja heimili sín.
Flestir fóru til Vopnafjarðar og margir sáu sér þann kost vænstan að flytja alla leið til Vesturheims í kjölfarið.
Á sýningunni verður sjónum fyrst og fremst beint að öskufallinu sjálfu og áhersla lögð á reynslu fólksins sem það upplifði.
„Markmiðið er að reyna að sýna fram á hvernig það var að upplifa náttúrhamfarir af þessari stærðargráðu á síðari hluta 19. aldar þegar hlutir eins og almannavarnir, björgunarsveitir, fjölmiðlar og fjarskiptatæki þekktust ekki og fólk stóð eitt frammi fyrir náttúruöflunum" segir Elsa Guðný.
„Auk þess að fjalla um hamfarirnar sjálfar reyni ég að miðla persónulegri reynslu fólksins sem upplifði þessa atburði frá fyrstu hendi og nýti til þess gamlar dagbækur og bréf, greinar úr dagblöðum þess tíma og endurminningar".
Yfirskrift sýningarinnar er sótt í ljóð eftir Ólaf Pétursson sem bjó í Neshjáleigu í Loðmundarfirði þegar öskufallið átti sér stað:
Annan páska eldgos háskalega
yfir hrundi askan dimm
1875.
Þrumur dundu þá svo undrum sætti,
yfir hundrað hálft í senn,
hrauðrið stundi, skelfdust menn.
Flestir fóru til Vopnafjarðar og margir sáu sér þann kost vænstan að flytja alla leið til Vesturheims í kjölfarið.
Á sýningunni verður sjónum fyrst og fremst beint að öskufallinu sjálfu og áhersla lögð á reynslu fólksins sem það upplifði.
„Markmiðið er að reyna að sýna fram á hvernig það var að upplifa náttúrhamfarir af þessari stærðargráðu á síðari hluta 19. aldar þegar hlutir eins og almannavarnir, björgunarsveitir, fjölmiðlar og fjarskiptatæki þekktust ekki og fólk stóð eitt frammi fyrir náttúruöflunum" segir Elsa Guðný.
„Auk þess að fjalla um hamfarirnar sjálfar reyni ég að miðla persónulegri reynslu fólksins sem upplifði þessa atburði frá fyrstu hendi og nýti til þess gamlar dagbækur og bréf, greinar úr dagblöðum þess tíma og endurminningar".
Yfirskrift sýningarinnar er sótt í ljóð eftir Ólaf Pétursson sem bjó í Neshjáleigu í Loðmundarfirði þegar öskufallið átti sér stað:
Annan páska eldgos háskalega
yfir hrundi askan dimm
1875.
Þrumur dundu þá svo undrum sætti,
yfir hundrað hálft í senn,
hrauðrið stundi, skelfdust menn.