Tökum lokið á Fortitude
Tökum á Fortitude-spennuþáttunum lauk í Lundúnum í byrjun mánaðarins. Framundan er frágangur á þáttunum til að gera þá hæfa til sýninga.Síðustu innanhússtökurnar fóru fram föstudaginn 4. júlí en tökur hófust seinni hluta janúarmánaðar á Reyðarfirði.
Útisenur þáttanna voru teknar víða á Austurlandi í þremur atrennum í vetur. Í vikunni var tilkynnt um að þættirnir verði frumsýndir samtímis í Bretlandi og Bandaríkjunum í janúar á næsta ári.
Fjöldi þekktra leikara fer með hlutverk í þáttunum, meðal annarra Sofie Gråböl, Michael Gambon, Luke Treadaway og Stanley Tucci. Þættirnir eru framleiddir fyrir Sky sjónvarpsstöðina og eru dýrustu leiknu þættirnir sem gerðir hafa verið sérstaklega fyrir hana.
Framhald þáttanna ráðast af viðtökum áhorfenda en framleiðendur þeirra hafa sagt að þeir vilji gjarnan koma aftur austur og gera fleiri þáttaraðir.