Dægurlagadraumar á Austurlandi
![daegurlagadraumar mjoafj](/images/stories/news/2014/daegurlagadraumar_mjoafj.jpg)
Dagskráin samanstendur af lögum sem Ellý, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Haukur Morthens , Helena Eyjólfs og fleiri samtímamenn og -konur þeirra gerðu fræg ; lög sem skapa alltaf huggulega og skemmtilega stemningu og hitta beint í hjartað.
Hljómsveitina Dægurlagadrauma skipa Austfirðingarnir Bjarni Freyr og Þorlákur Ægir Ágústssynir, Egill Jónsson, Erla Dóra Vogler, Jón Hilmar Kárason og Marías Benedikt Kristjánsson.
Hljómsveitin heldur þrenna tónleika í lok júlí;
Fyrstu tónleikarnir voru á Sólbrekku á Mjóafirði í dag en þeir næstu verða í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á þriðjudag og í Blúskjallaranum í Neskaupstað á miðvikudag. Báðir tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.
Aðgangseyrir er kr. 2.000 og kr. 1.000 fyrir eldri borgara. Frítt verður fyrir 16 ára og yngri. Enginn posi verður á staðnum.