Þórhallur miðill í yfirheyrslu

MidillÞórhallur Guðmundsson miðill er staddur á Austurlandi þessa dagana. Hann er í heimsókn á vegum Sáló á Seyðisfirði og býður upp á einktatíma þar. Við tókum hann í yfirheyrslu

Fullt nafn: Þórhallur Guðmundsson

Aldur: 53

Starf: Miðill

Hver er uppáhalds maturinn þinn? Kàlbögglarnir hennar mömmu.

Áttu þér uppáhalds staði á Austurlandi? Já, Seyðisfjörður og Reyðarfjörður eru uppáhalds. Finn svo mikinn kærleik og frið á báðum stöðunum.

Ef þú ætlar að tríta þig vel - hvað gerir þú? Fer í svæðanudd hjà Ósk à Reyðarfirði, hún er best.

Hvernig líta kosý fötin þín út? Joggingbuxur og bolur. Er alltaf í því heima.

Hver er uppáhalds skyndibitinn þinn? Laugarás hamborgarinn ...mmmm

Trúir þú því að Lagafljótsormurinn sé til? Jú er það ekki, eitthvað honum líkt allavega.

Hver er frægasti andinn (draugurinn) sem þú hefur komist í tæri við? Það er minn nànasti verndari sem er munkur frá Tíbet. Hann er svo falleg sàl og hjàlpar mér mikið.

Þórhallur mun starfa dagana 8-11 ágúst á efri hæðinni á Öldugötu 11, Seyðisfirði og hægt er að panta tíma hjá Unni í síma 861 8081.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar