Michael Obiora: Fortitude verður norrænn glæpaþáttur eins og þeir gerast bestir
Breski leikarinn Michael Obiora segist hafa notið þess að taka þátt í gerð sjónvarpsþáttanna Fortitude sem teknir voru upp á Austurlandi og hlakkar til þess að sjá útkomuna.„Þetta hefur verið frábært. Ég hef skemmt mér afar vel á þyrlum og snjósleðum," segir Obiora í samtali við vefinn Newsignedbooks.
Hann segir að þótt hann hafi gaman af því að ferðast þá hafi Ísland ekki verið meðal væntanlegra áfangastaða. Hann lýsir enn fremur ánægju sinni að hafa tekið þátt í gerð svo stórrar sjónvarpsþáttaraðar.
„Sem leikari er gott að vera hluti af góðu verkefni með öfluga fjárfestingu að baki. Það veitir manni þá trú að áhorfendur vilji enn framleiða og horfa á góðar leiknar þáttaraðir. Við erum líka með fjári góðan leikarahóp. Þetta verður norrænn spennusaga eins og þær gerast bestar."
Í Fortitude fer Obiora með hlutverk Max Cordero, sérfræðings á rannsóknarstofu. „Hlutverkið er ólíkt öðrum sem ég hef tekið að mér og það skiptir mig máli sem leikara."
Í Bretlandi er Obiora þekktur fyrir leik í þáttaröðunum Casualty og Hotel Babylon en hann hefur einnig komið fram í vinsælum þáttaröðum á borð við Doctor Who og EastEnders.
Hann er einnig fyrirsæta og rithöfundur og þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára gamall kemur önnur skáldsaga hans, Vivian's Couch, út í okótber.
Mynd: Michael Obira/Twitter