Seldu ferðalöngum steina og gáfu brjóstsykur
![steinasala skemmtiskip esk 13082014](/images/stories/news/2014/steinasala_skemmtiskip_esk_13082014.jpg)
Þau seldu steina sem þau söfnuðu sjálf í kringum Eskifjörð og úr safni sínu auk þess að gefa gestum og gangandi brjóstsykur.
Fólkið virtist afar ánægt með framtakið og spjallaði mikið við þau og sýndu þeim mikinn áhuga. Krakkarnir höfðu mjög gaman af þessu og buðu fólk velkomið til Eskifjarðar.
Skemmtiferðaskiptið Marco Polo var í höfn í dag með 840 farþega. Flestir þeirra voru frá Englandi en einnig voru frönskumælandi. Hluti hópsins fór í stuttar ferðir út frá Eskifirði en aðrir skoðuðu sig um í bænum.
Mynd: Hildigunnur Jörundsdóttir