Kvennagönguferð til Breiðuvíkur um helgina: Þetta er svo gaman

BreidavikKvennaferð er fyrirhuguð til Breiðuvíkur laugardaginn 16. ágúst n.k. Gist verður  í eina nótt og gengið til Borgarfjarðar daginn eftir.  Það Bryndís Snjólfsdóttir göngugarpur sem stendur fyrir gönguferðinni.

„Ef veður verður gott verður gengið um Brúnavík frá Borgarfirði og þaðan til Breiðuvíkur og daginn eftir verður gengið inn Breiðuvík og yfir Víknaheiði til Borgarfjarðar,“ sagði Bryndís þegar Austurfrétt hafði sambandi við  hana.

„Annars fer þetta bara eftir veðrum og vindum og veljum leiðir eftir því“.

Svo bætir hún við. „Og ef það er ekki útlit fyrir að veðrið verði heppilegt, ekkert því til fyrirstöðu að keyra til Breiðuvíkur og gista þar með hópnum i skálanum, það gæti verið gaman“.

Bryndís fór með hópi kvenna í svipaða ferð árið 2012 og langar nú að endurtaka leikinn.

„Þetta heppnaðist svo vel síðast að það er ekki annað hægt en að láta reyna á þetta aftur. Við vorum konur á öllum aldri einfaldlega að njóta náttúrunnar og samverunnar.

Þetta var æðislega gaman. Við stefnum á að hafa þetta eins í ár. Ég er búin að taka skálann frá fyrir 20 manns svo nú er um að gera að drífa sig og vera með."

Bryndís tekur ekkert gjald fyrir að leiða gönguna en hver og ein þarf að greiða fyrir gistingu í skálanum. Allar upplýsingar og skráningar  eru hjá henni í síma 893-9913.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.