Reykjavíkurmaraþon á Eskifirði: Ég hleyp með

kristjana gudmunds eskfirdiKristjana Guðmundsdóttir, kennari á Eskifirði, ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og leggja þar með góðu málefni lið. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hún ætlar að hlaupa á Eskifirði.

„Yndislegt að segja frá því að ég ætla að taka þátt í Reykjavíkur maraþoni en þar sem ég á ekki heimagengt til Reykjavíkur ætla ég mér að hlaupa það hér í minni heimabyggð," segir Kristjana í Facebook-stöðu sem farið hefur víða.

Hún ætlar að hlaupa 10 km leið sem hefst við sundlaugina á Eskifirði á sama tíma og maraþonið verður ræst í Reykjavík klukkan 10:00 laugardaginn 23. ágúst.

Líkt og margir hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu hleypur hún til styrktar góðu málefni en hún safnar áheitum fyrir Einstök börn.

Hún segist leita eftir fleiri hlaupurum í Fjarðabyggð sem hafi hug á að hlaupa með henni. „Ef þið viljið hlaupa með mér skrifið þá um leið og þið deilið statusnum ÉG HLEYP MEÐ...." skrifar hún.

Stofnaður söfnunarreikningur í Landsbankanum Reyðarfirði fyrri þá sem vilja heita á Kristjönu. Reikningsnúmerið er 0167-05-060330 og kennitalan 011271-4649.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar