Guðrún Lilja í yfirheyrslu: Trúi á ástina og endalausa þolinmæði
![Gudrun Lilja magnusdottir cut](/images/Gudrun_Lilja_magnusdottir_cut.jpg)
Fullt nafn: Guðrún Lilja Magnúsdóttir
Aldur: 34 ára, (25 í hjarta ;)
Starf: Framkvæmdarstjóri Ormsteitis. Vinn þar að auki í kvikmyndabransanum og svo við aðra skemmtilega hluti sem detta upp í hendurnar á mér.
Maki: Jódís Skúladóttir
Börn: Alex Skúli, Magnús Bjartur, Eldey Arna
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Ánastaðir í Hjaltastaðaþinghá er uppáhalds. Þetta er gamall sveitabær sem nú er orðið eyðibýli sem fjölskylda konunnar minnar hefur dvalið löngum stundum á. Þarna er ótrúlega fallegt, maður er algjörlega út í sveit, fallegur lækur sem rennur framhjá og alltaf ævintýri að komast upp að staðnum, sem ekki fyrir venjulega bíla. Risastór rabbabara garður sem hægt er að gleyma sér í og endalausar minningar sem rifjaðar eru upp yfir nesti og göngutúrum um svæðið.
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum? Mjólk, PepsiMax (fyrir frúnna ;) og allskonar ostar.
Hvaða töfralausn trúir þú á? Ástina... og endalausa þolinmæði.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kjöt... og allur ítalskur matur. Og eiginlega bara allur matur meira og minna :)
Ef þú ætlar að tríta þig vel, hvað gerir þú? Kósýkvöld, með geggjuðum mat (slow food style) og góðri ræmu.
Hvernig líta kosífötin þín út? Náttbuxur (joe Boxer, bleikar) ... og einhver tilfallandi bolur.
Er Lagafljótsormurinn til? Uuu Já klárlega! Hef meira að segja séð hann ;)
Hver er uppáhalds skyndibitinn þinn? Núðlur... ferskar og sterkar.
Hver er uppáhalds liturinn þinn? Appelsínugulur
Hvað ertu mest spenntust fyrir á Ormsteiti? Ég hlakka sjálf mest til hreindýraveislunnar enda mikil partý og veislukona sjálf... Elska góðan mat og ég veit að ég verð ekki fyrir vonbrigðum með Ormsteitiskokkinn okkar hana Kolbrúnu Hólm, enda sló hún í gegn í fyrra með matinn. Síðan verður ekki leiðinlegt að kíkja á Pallaball í Valaskjálf þar á eftir.