Nýtt myndband Kaleo að miklu leyti tekið upp á Héraði
Nýtt tónlistarmyndband hljómsveitarinnar Kaleo úr Mosfellsbæ er að miklu leyti tekið upp á Fljótsdalshéraði. Það var frumsýnt fyrir helgi.Lagið „All the Pretty Girls" hefur fengið nokkuð góða spilun í sumar og myndbandið endurspeglar sumarandann í laginu.
Stór hluti myndbandsins er tekinn upp á Fljótsdalshéraði og skartar að hluta til leikurum af svæðinu sem sjást syngjandi við varðeld og svamlandi í Lagarfljótinu.
Hljómsveitin er við Mosfellsbæ en trymbill hennar, Davíð Antonsson Crivello, er að hluta til alinn upp á Egilsstöðum. Sveitin kom austur í júní og spilaði þá á Jazzhátíð.