Sannleiksnefndin fundar á laugardag
![sannleiksnefnd fljotsdalur hjortur](/images/stories/news/2014/sannleiksnefnd_fljotsdalur_hjortur.jpg)
Bæjarstjórn Austur-Héraðs, sem síðar varð að Fljótsdalshéraði með sameiningum, hét á sínum tíma hálfri milljón króna í verðlaunafé þeim sem lagt gæti fram sönnun um tilvist ormsins í Lagarfljóti.
Eftir að Hjörtur Kjerúlf, bóndi á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, birti myndskeið sem farið hefur víða á veraldarvefnum, óskaði hann eftir að fá verðlaunaféð. Það sama gerði einnig Sigurður sem kveðst hafa náð honum á ljósmynd.
Tli að meta sannleiksgildi myndanna kallaði sveitarfélagið saman sannleiksnefnd undir forustu Stefáns Boga Sveinssonar, þáverandi forseta bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar í dag var staðfest að nefndin fundar í félagsheimilinu að Iðavöllum á laugardag klukkan 15:00.
Fyrir fundinn verður farið í stutta vettvangsferð að Lagarfljóti. Niðurstaða nefndarinnar verður síðan kynnt formlega í Hreindýraveislu Ormsteitis um kvöldið.
Meðal nefndarmanna er Arngrímur Vídalín, doktor í miðaldafræðum og Magnús Skarphéðinsson, skólastjóri Álfaskólans.
Eftirtaldir skipa nefndina:
Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi, formaður
Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar
Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs
Anna Alexandersdóttir, bæjarfulltrúi
Jónína Rós Guðmundsdóttir, fv. alþingismaður
Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur
Rán Þórarinsdóttir, líffræðingur
Hlynur Gauti Sigurðsson, landslagsarkitekt og myndatökumaður
Hulda Sigurdís Þráinsdóttir, þjóðfræðingur
Dagur Skírnir Óðinsson félagsfræðingur.
Þorvaldur P. Hjarðar, svæðisstjóri
Magnús H. Skarphéðinsson, skólastjóri
Arngrímur Vídalín, miðaldafræðingur
Hjörtur yfirheyrður af sannleiksnefndinni á þorrablóti Fljótsdælinga í vetur. Mynd: GG
Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi, formaður
Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar
Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs
Anna Alexandersdóttir, bæjarfulltrúi
Jónína Rós Guðmundsdóttir, fv. alþingismaður
Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur
Rán Þórarinsdóttir, líffræðingur
Hlynur Gauti Sigurðsson, landslagsarkitekt og myndatökumaður
Hulda Sigurdís Þráinsdóttir, þjóðfræðingur
Dagur Skírnir Óðinsson félagsfræðingur.
Þorvaldur P. Hjarðar, svæðisstjóri
Magnús H. Skarphéðinsson, skólastjóri
Arngrímur Vídalín, miðaldafræðingur
Hjörtur yfirheyrður af sannleiksnefndinni á þorrablóti Fljótsdælinga í vetur. Mynd: GG