María Hjálmars í yfirheyrslu: Fæ mér popp og rauðvín þegar ég vil slaka á
![Maria Hjalmarsd cut](/images/Maria_Hjalmarsd_cut.jpg)
„Aðal verkefni mitt hjá Austurbrú er að koma á millilandaflugi til Egilsstaða í framtíðinni, opna nýja gátt inní landið. Nú er gríðarleg vinna í gangi með kynningu á okkar flotta áfangastað – við þurfum að muna það að við erum ekki bara AusturLAND við erum ÁFANGASTAÐURINN AUSTURLAND – Destionation East Iceland .Við höfum uppá svo margt að bjóða. Mín helsta vinna er auðvitað að markaðssetja svæðið, mynda tengsl við flugfélög, náið samstarf við hagsmunaaðila og að hafa trú á okkur – sem ég hef”, sagði María þegar Austurfrétt heyrði í henni og tók hana í yfirheyrslu.
Fullt nafn: María Hjálmarsdóttir
Aldur: 32 ár
Starf: Verkefnastjóri hjá Austurbrú
Maki: Jesper Sand Poulsen kærasti
Börn: Tvíburana Elly og Hjálmar 2,5 ára
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Mjóifjörður. Ég róast niður um 100 stig. Keyrslan niður fjörðinn er einstök.
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum? Útrunnin mjólk, Bjór og laukur.
Hvaða töfralausn trúir þú á? Ég trúi á smelluþjálfun (Clicker Training). Smella fingrum og fá alla til að horfa á mig :)
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Sushi
Ef þú ætlar að tríta þig vel, hvað gerir þú? Kem börnunum í pössun, poppa og fæ mér rauðvín
Hvernig líta kósífötin þín út? Á ekki beint kósíföt. En ef ég ætti þá myndi ég kjósa samfellu í stærð 175 og fullorðinsnáttkjól með Disney myndum á.
Er Lagafljótsormurinn til? Já hef oft upplifað hans nærveru þegar ég borða á Gistihúsinu
Hver er uppáhalds skyndibitinn þinn? Ef ég er á stjörnutorgi þá vel ég Sushi, en á Eskifirði kaupi ég mér pulsu á shell.
Hver er uppáhalds liturinn þinn? Liturinn á hárinu á Jesper og börnunum – strawberry blonde - jarðaberjaljóskulitur
Hvað ertu mest spenntust fyrir á Ormsteiti? Kökukeppninni. Ég elska kökur mjög mikið og borða þær alla daga.