Gerir leiksýningu til að friða samviskuna
![Petur Armannsson cut](/images/Petur_Armannsson_cut.jpg)
"Það er hættulegt að fresta því að tengjast fólkinu í kringum sig". Þetta segir Pétur Ármannsson, leikstjóri, sem vinnur nú að leiksýningu um langömmu sína, steinasafnarann Petru Sveinsdóttur. Steina-Petra, eins og hún var gjarnan kölluð, bjó á Stöðvarfirði allt sitt líf og átti stærsta einkarekna steinasafn í heimi. Hún lést fyrir tveimur árum, nokkrum mánuðum áður en hún hefði orðið níræð. Leiksýningin segir Pétur vera tækifæri til að upp bæta fyrir vanrækslu sína á sambandi hans og Petru.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pétur gerir leiksýningu um náinn ættingja, en sýningin Dansaðu fyrir mig, fjallar um draum föður hans, Ármanns Einarssonar, til að verða atvinnudansari. Sýningin hlaut tvær tilnefningar til Grímunnar og var val lesenda í menningarverðlaunum DV.
Petra verður frumsýnd á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Lókal 29. ágúst í Tjarnarbíó. Frekari upplýsingar má nálgast á lokal.is.