Stórtónleikar í Frystiklefanum Föstudaginn
The Cocksuckerband ætla að halda tónleika í Frystiklefanum á föstudagskvöld. Sama kvöld ætlar hljómsveitin að frumsýna nýtt myndband og slá upp partýi að því tilefni.Húsið opnar tímalega kl. 21:00 og byrja tónleikarnir kl 21:30 og segja hljómsveitarmeðlimir að klassatónleikar séu í pípunum.
Hljómsveitin gaf út sína aðra plötu í vor, stuttskífu sem var einungis gefin út stafrænt á internetinu. En fyrsta platan kom út fyrir 2 árum og verður til sölu á staðnum ásamt snyrtivörum framleiddum undir merkjum hljómsveitarinnar.
Í beinu framhaldi af tónleikunum verður frumsýningarpartý á Gömlu Símstöðinni þar sem nýtt tónlistarmyndband sveitarinnar verður frumsýnt. Frítt er inn á báða viðburði.