Ungar konur mæta síður í krabbameinsleit: Ertu boðuð og búin? - Myndband

andapollur bleikur 0008 webBoðið verður upp á legháls- og brjóstakrabbameinsleit á heilsugæslustöðunum á Egilsstöðum og Eskifirði í september. Krabbameinsfélag Íslands stendur nú fyrir sérstakri herferð til að hvetja konur til að mæta í skoðun.

Boðið verður upp á legháls- og brjóstakrabbameinsleit á Egilsstöðum dagana 8.–12. september 2014 og á heilsugæslustöðinni á Eskifirði dagana 15.-26. september. Konum á Austurlandi sem fá sent boðsbréf er frjálst að mæta á hvorn staðinn sem þær óska, óháð búsetu.

Konum sem mæta reglulega í leghálskrabbameinsleit hefur verið að fækka og er það ein helsta ógnin við þann frábæra árangur sem náðst hefur í baráttunni við þennan sjúkdóm.

Nú mætir innan við helmingur kvenna á aldrinum 23-29 ára reglulega í leitina. Ef frumubreytingar eiga sér stað hjá konum getur það verið lífspursmál að þær greinist áður en það verður um seinan.

Þó leghálskrabbamein sé ekki síst sjúkdómur yngri kvenna þá geta allar konur sem einhvern tímann hafa stundað kynlíf átt á hættu að fá leghálskrabbamein. Hægt er að smitast af HPV-veirunni þó aðeins hafi verið stundað kynlíf með einum aðila einu sinni á ævinni.

Til að hvetja konur til að mæta í leitina hefur Krabbameinsfélags Íslands útbúið myndband sem ber yfirskriftina: „Hver er þín afsökun?" þar sem svararð er spurningum leghálskrabbameinsleit.

Tímapantanir fyrir Egilsstaði eru til og með 3. september kl. 9-14:30 í síma 540 1958. Tímapantanir fyrir Eskifjörð eru 8.–11.september kl. 9-14:30 í síma 540 1958.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar