Krabbameinsfélagið stendur fyrir orlofshelgi á Eiðum

eidarKrabbameinsfélög Austfjarða og Austurlands standa fyrir orlofshelgi fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur í Kirkjumiðstöð Austurlands á Eiðum um helgina.

Boðið verður upp á fræðslu, gönguferðir, svæðanudd, helgistund, notalega samveru og margt fleira. Sigrún Lillie Magnúsdóttir forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins flytur erindi.

Orlofshelgin er þátttakendum að kostnaðarlausu. Upplýsingar og skráning hjá Steinunni Sigurðardóttur í síma 861 2316 og Álfheiði Hjaltadóttur í síma 898 1530 eða á vef Krabbameinsfélagsins.

Frá Eiðum. Mynd: GG

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar