Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna er í dag: Kyrrðarstund í Egilsstaðakirkju
Í tilefni Alþjóðadags sjálfsvígsforvarna sem er í dag miðvikudaginn 10. september verða haldnar kyrrðarstundir í Dómkirkjunni í Reykjavík, Akureyrakirkju og Egilsstaðakirkju.Samkoman í Egilsstaðakirkju hefst kl. 20 og er á þess leið:
Ólöf Margrét Snorradóttir guðfræðingur leiðir stundina og flytur hugvekju
Aðstandandi eftir sjálfsvíg segir frá reynslu sinni
Tónlistarflutningur
Kveikt á kertum til minningar um þau sem fallið hafa fyrir eigin hendi
Eftir stundina verða kaffiveitingar í safnaðarheimilinu og kynning á starfi Nýrrar Dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð og aðstandenda eftir sjálfsvíg.