Eiki í yfirheyrslu: Hefði verið mikil sóun og illa farið með þá fjármuni sem í þetta var sett ef búðinni hefði verið lokað endanlega
![eirikur audunn audunsson fiskbud 0001 web](/images/eirikur_audunn_audunsson_fiskbud_0001_web.jpg)
„Mér fannst bara skylda mín að opna hana aftur. Var að hugsa um að opna aðra búð þá mun minni og vera bara með fisk yfir veturinn og kjöt með á sumrin ( grill ) en annað kom á daginn. Það hefði verið mikil sóun og illa farið með þá fjármuni sem í þetta var sett ef að búðinni hefði verið lokað endanlega.
Nú erum við búinn að fá til liðs við okkur kjötmann, og með tilkomu hans er rekstrargrundvöllurinn mun meiri og tryggari. Ég sé því bara um fiskhlutann og leggst það vel í mig, enda er ég fyrst og fremst fisksali.
Ég er líka brattur og heilsan er góð og með aðstoðarfólki mun ég geta unnið þokkalega eðlilegan vinnudag héðan í frá,“ segir Eiki þegar Austurfrétt heyrði í honum og fékk hann til að vera í yfirheyrslunni þessa vikuna.
Fullt nafn: Eiríkur Auðunn Auðunsson (Eiki)
Aldur: 42
Starf: Fisksali
Maki: Dóra Kristín Þórisdóttir
Börn: Úlfar Þórir, Valtýr Logi og Jóhann Benóný
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Skriðdalur: náttúran og íbúar - einstakur staður.
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum? Mjólk, ostur og skyr
Hvaða töfralausn trúir þú á? Að framkvæmdir fylgi mjög fljótt á eftir ákvörðunum og taka svo afleiðingunum.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Fiskur, pönnusteiktur eða soðning með hömsum.
Ef þú ætlar að tríta þig vel, hvað gerir þú? Góður matur, bíltúr í Skriðdalinn, kaffið yndislegt hjá kvenfélaginu og fallegt útsýni á Múlakollinn frá eldhúsglugganum hjá Sigga og Mæju í Flögu.
Hvernig líta kosífötin þín út? Náttföt og víður bolur
Er Lagafljótsormurinn til? Já, að sjálfsögðu og tel hann vera líkan löngu.
Hver er uppáhalds skyndibitinn þinn? Ekkert spenntur fyrir skyndibita, en jú köld lifrapylsa alltaf klassísk
Hver er uppáhalds liturinn þinn? Blár
Hvaða fiskur er uppáhaldi hjá þér? Þorskur, engin spurning. Hann er líka langskemmtilegastur í matargerð.
Ég er líka brattur og heilsan er góð og með aðstoðarfólki mun ég geta unnið þokkalega eðlilegan vinnudag héðan í frá,“ segir Eiki þegar Austurfrétt heyrði í honum og fékk hann til að vera í yfirheyrslunni þessa vikuna.
Fullt nafn: Eiríkur Auðunn Auðunsson (Eiki)
Aldur: 42
Starf: Fisksali
Maki: Dóra Kristín Þórisdóttir
Börn: Úlfar Þórir, Valtýr Logi og Jóhann Benóný
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Skriðdalur: náttúran og íbúar - einstakur staður.
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum? Mjólk, ostur og skyr
Hvaða töfralausn trúir þú á? Að framkvæmdir fylgi mjög fljótt á eftir ákvörðunum og taka svo afleiðingunum.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Fiskur, pönnusteiktur eða soðning með hömsum.
Ef þú ætlar að tríta þig vel, hvað gerir þú? Góður matur, bíltúr í Skriðdalinn, kaffið yndislegt hjá kvenfélaginu og fallegt útsýni á Múlakollinn frá eldhúsglugganum hjá Sigga og Mæju í Flögu.
Hvernig líta kosífötin þín út? Náttföt og víður bolur
Er Lagafljótsormurinn til? Já, að sjálfsögðu og tel hann vera líkan löngu.
Hver er uppáhalds skyndibitinn þinn? Ekkert spenntur fyrir skyndibita, en jú köld lifrapylsa alltaf klassísk
Hver er uppáhalds liturinn þinn? Blár
Hvaða fiskur er uppáhaldi hjá þér? Þorskur, engin spurning. Hann er líka langskemmtilegastur í matargerð.