Réttað í Melarétt í dag
Fljótsdælingar rétta í Melarétt í dag. Rekið verður úr safnhólfi klukkan 11 en réttað klukkan 13.Upphaflega stóð til að rétta þar næstkomandi laugardag, en vegna jarðhræringanna norðan Vatnajökuls var ákveðið að flýta göngum og stefnt var að því að rétta á þriðjudag. Smalamennska gekk hins vegar ekki sem skyldi og því var réttum frestað um sólarhring.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist því tvö undanfarin ár hefur orðið að fresta Melarétt um einn dag.
Mynd: Lömb í Fljótsdal - GG