Franski spítalinn fékk menningarverðlaun SSA
![franski spitalinn opnun ps](/images/stories/news/2014/franski_spitalinn_opnun_ps.jpg)
Verðlaunin eru veitt árlega einstaklingi, stofnun eða samtökum á Austurlandi fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á liðnu starfsári SSA.
Að þessu sinni var það Minjavernd sem hlaut viðurkenningu fyrir endurbyggingu Franska spítalans sem lauk í sumar. Verkefnið nær reyndar yfir endurbyggingu fjögurra húsa sem tengjast veru franskra sjómanna á Fáskrúðsfirði um aldamótin 1900.
Fosshótel leigir hluta húsanna undir hótel og Fjarðabyggð annan hluta undir sýningu um veiðar Frakka. Þá er eitt húsið kapella sem vígð hefur verið á ný.
Mynd: Pétur Sörensen