Tökuliðið mætt á staðinn: Undirbúið fyrir komu Stillers
Kvikmyndatökulið Ben Stillers sást á ferli í Seyðisfirði í dag við undirbúning en stórstirnið sjálft er væntanlegt á morgun þegar tökur hefjast.
Eins og Austurfrétt greindi frá í gær verða senur í Hollívúdd-myndina The Secret Life of Walter Mitty teknar upp í miðbæ Seyðisfjarðar á morgun og Fjarðarheiði á föstudag.
Tökuliðið er komið austur. Annar helmingur hópsins hefur aðsetur við skíðaskálann í heiðinni. Þar var fjöldi bíla í dag þegar Austurfrétt átti leið hjá. Að auki voru komin upp skilti neðar í heiðinni við útsýnispallinn en takmarka þarf umferð þar um á föstudaginn.